Björgunarsveit kölluð til hjálpar bílstjóra sem fór rangt í vað
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 28. júl 2014 16:52 • Uppfært 28. júl 2014 16:53
Björgunarsveitin Vopni var kölluð út í gærkvöldi til aðstoðar bílastjóra sem ók rangt í vaðið í Selá við Mælifell með þeim afleiðingum að vatn komst í vélina og bíllinn drap á sér.
Tveir voru í bílnum og amaði ekkert að fólkinu þegar björgunarsveitin kom að. Bílnum var komið á þurrt og til byggða.