Mikil millilandaflugferð um Egilsstaðaflugvöllum
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 28. júl 2014 17:10 • Uppfært 28. júl 2014 19:34
Töluverð millilandaflugumferð hefur verið um Egilsstaðaflugvöll að undanförnu. Í hádeginu á föstudag voru þar fjórar vélar, þar af þrjár erlendar.
Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA hafa bæði verið þar á ferðinni vélar í ferjuflugi og einkaþotur, bæði með fólk í vinnuflugi og veiðiferðum. Þá hafa Færeyingar komið þegar ekki hefur verið hægt að lenda þar.
Flugvél Atlantic Airways beið þannig af sér þoku í Færeyjum á föstudag. Þar var á sama tíma vél frá Flugfélagi Íslands í áætlunarflugi og tvær einkaþotur, báðar af gerðinni Falcon frá Dassault.
Önnur vélin var 12 sæta Falcon 900 smíðuð árið 1987 í eigu Safe Flight Instrument í New York. Hin var þrettán sæta Falcon 2000EX, smíðuð árið 2012 í eigu Grey Falcon fjármálafyrirtækis í Sviss.