Skip to main content

Bryndís Ford skólameistari Hússtjórnarskólans

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 28. júl 2014 17:28Uppfært 28. júl 2014 17:29

fljotsdalsherad 16072014 pocket 0383 webBryndís Ford verður skólameistari Hússtjórnarskólans á Hallormsstað næsta vetur. Anna Birna Einarsdóttir, sem tók við starfinu um síðustu áramót, sótti í vor um leyfi af persónulegum ástæðum næsta skólaár.


Þetta staðfesti Sigrún Blöndal, formaður skólanefndar í svari við fyrirspurn Austurfréttar.

Handverks- og Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað er sjálfseignarstofnun á framhaldsskólastigi með áfanga á listnáms- og matvælabraut. Nám við skólann er ein önn og gefur allt að 30 einingar.

Í skólanum er heimavist og mötuneyti fyrir um 20 nemendur.