Skip to main content

Lögreglan: Engin alvarleg mál um verslunarmannahelgina

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 06. ágú 2014 17:13Uppfært 06. ágú 2014 17:15

logreglanEngin alvarleg mál komu til kasta lögreglu á Austurlandi um verslunarmannahelgina. Nokkuð var um of hraðan akstur í á svæðinu.


Talsverður erill var í umdæmi lögreglunnar á Eskifirði „eins og gengur þegar mikið er af fólki að skemmta sér," að sögn Jónasar Wilhelmssonar, yfirlögregluþjóns.

Neistaflug fór fram í Neskaupstað en engin alvarleg mál komu þó upp.

56 voru kærðir fyrir of hraðan akstur, þar af voru 75% erlendir ferðalangar. Langflestir voru teknir sunnan við Höfn í Hornafirði.

Helgin var mjög róleg í embætti lögreglustjórans á Seyðisfirði. Bókanir og verkefni voru 26, þar af voru sjö ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á 134 km/klst.

Tvö minniháttar óhöpp urðu í umferðinni og aðeins um eignatjón að ræða.