Strandaði á afmælisdaginn: Fékk köku frá björgunarsveitinni

hrefna strand afmaeli webBjörgunarsveitin Brimrún á Eskifirði kom trillu til bjargar í dag sem steytti á skeri í mynni Reyðarfjarðar. Skipstjórinn átti afmæli og því tók björgunarsveitin köku með í leiðangurinn.

Trillan steytti á Rifsskeri í Reyðarfirði um klukkan fjögur í dag. Báturinn losnaði sjálfur af strandstað en stýrið var laskað svo Sunna SU-7 tók hann í tog.

Trillan var á leið í land þegar atvikið átti sér stað en skipstjórinn, sem var einn um borð og slapp ómeiddur, vissi ekki af skerinu.

Björgunarsveitarmenn úr Brimrúnu komu síðan á staðinn og fylgdu bátnum til hafnar. Fljótlega kom í ljós að skipstjórinn átti afmæli og sendi formaður Brimrúnar menn út í búð eftir afmælisköku.

Hún var keyrð út í sveit, sótt í fjöruna og svo slegið upp afmælisveislu á leiðinni í land.

Egill hefur þó ekki verið heppinn á sjónum í sumar þar sem þetta er í annað sinn sem Hrefna SU-22 strandar en hana rak upp í fjöru fyrr í sumar.

Bjarni F. Guðmundsson, formaður Brimrúnar og afmælisbarnið Egill Guðlaugsson ánægðir eftir allt með afmæliskökuna. Mynd: Brimrún/Þórlindur Magnússon

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.