Skip to main content

Féll af vélhjóli á ofsahraða: Sviptur ökuréttindum eftir læknisskoðun

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 07. ágú 2014 18:56Uppfært 07. ágú 2014 18:58

jokuldalur juli14Ökumaður vélhjóls mældist á 220 km/klst. hraða á Jökuldal í dag þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Hann féll af hjólinu á töluverðri ferð en slasaðist lítið.


Sjúkrabíll var kallaður á vettvang og fór með vélhjólamanninn á heilsugæsluna á Egilsstöðum til skoðunar, að því fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni.

Að henni lokinni var honum fylgt yfir á lögreglustöðina þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.