Skip to main content

Mikið vatn hefur hamlað veiði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 11. ágú 2014 10:17Uppfært 11. ágú 2014 10:19

breidalsklakveidi 2 webMikið vatn í austfirskum veiðiám hefur leitt til minni veiði en undanfarin ár. Þegar veiðitímabilið er hálfnað er þriðjungur þeirra fiska sem veiddust í fyrra kominn á land.


Í Selá í Vopnafirði hafa veiðst 585 laxar en þeir voru 1664 allt árið í fyrra. Veiðin dróst nokkuð saman 2012 og 2013 en árin á undan höfðu komið um 2000 laxar á land árlega samkvæmt tölum frá Landssambandi veiðifélaga.

Í Jökulsá á Dal hafa veiðst 103 laxar samanborið við 385 í fyrra og 100 laxar eru komnir upp úr Breiðdalsá en þeir urðu 305 í fyrra.

Vel bar þó í veiði í Jöklu á fimmtudag þegar 17 laxar veiddust á veiðisvæðum árinnar. Í frétt frá veiðiþjónustunni Strengjum kemur fram að mikið vatn í austfirskum ám hafi hamlað veiði í sumar.

Í Norðfjarðará hafa veiðst 319 bleikjur og einn lax. Á sama tíma í fyrra voru þar komnir 527 fiskar á land og þeir urðu alls 1043.