Umfang sjávarútvegs á Austurlandi mun vaxa

hb grandi vpfj agust14 0013 webUmfang sjávarútvegs á Austurlandi hafur vaxið jafnt og þétt og allar niðurstöður benda til þess að þróunin muni halda áfram á næstu árin. Þetta er megin niðurstaða úttektar sem unnin er af Ásgeiri Friðriki Heimissyni hagfræðinema við Háskóla Íslands.

Úttektin, sem ber heitið „Umfang sjávarútvegs á Austfjörðum", nær til sjávarútvegs á Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Mjóafirði, Neskaupstað, Seyðisfirði, Stöðvarfirði og Vopnafirði.

Helstu sjávarútvegsfyrirtækin á þessu svæði eru Brimberg hf., Eskja hf., Gullberg hf., Loðnuvinnslan hf., Síldarvinnslan hf. og auk þess starfrækir HB Grandi hf. næstum alla uppsjávarvinnslu sína á Vopnafirði.

Í úttektinni er lagt mat á heildarumfang sjávarútvegs þessara fyrirtækja og leitast við að sundurliða hlut hans.

Í skýrslunni kemur fram að sjávarútvegur af svæðinu hefur mikil áhrif á hagkerfi landsins. Beint framlag áðurnefndra sjávarútvegsfyrirtækja árið 2012 var 17% af beinu framlagi sjávarútvegs á landsvísu; 4,2% af landsframleiðslu árið 2012 og útflutningsverðmæti sjávarafurða var u.þ.b. 46 milljarðar eða 17,3% af heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða árið 2012 og 7,3% af heildar útflutningsverðmæti Íslendinga það ár.

Mikil uppbygging hefur verið á Austfjörðum og umfang sjávarútvegs á svæðinu vaxið jafnt og þétt. Allt bendir til þess að þessi þróun haldi áfram næstu árin.

Framleiðni í sjávarútvegi á svæðinu er mikil, hefur vaxið um 20% að meðaltali á ári síðan 2005 og mun meira að meðaltali en í öðrum atvinnugreinum og í sjávarútvegi á landsvísu. Þá er framleiðni vinnuafls í fiskvinnslu á Austfjörðum 25% meiri en í fiskvinnslu að meðaltali á landinu.

Niðurstöður úttektarinnar benda til þess að 3.400 til 4.700 störf í hagkerfinu séu tilkomin vegna umfangs sjávarútvegs á því svæði sem skoðað var en þar af starfa einungis 618 beint við sjávarútveg.

Úttektin var unnin í samstarfi við Austurbrú og Útvegsmannafélag Austurlands.

Ásgeir Friðrik heldur kynningu um niðurstöður úttektarinnar í dag kl 17.00 á Egilsbraut 11 (Kreml) í Neskaupstað.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.