Strandveiðar lengdar úti fyrir Austfjörðum
Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að lengja frest til strandveiða á svæði C sem nær frá Þingeyjarsveit til Djúpavogs.Fiskistofa hafði áður auglýst að veiðarnar yrðu stöðvaðar í dag en ljóst var að aflaheimildir yrðu ekki fullnýttar miðað við þann tíma.
Að höfðu samráðu við Landsamband smábátaeigenda ákvað ráðuneytið því að heimilt yrði að veiða á svæði C á mánudag og þriðjudag.
Samkvæmt tölum frá Fiskistofu eru 82 tonn óveidd af 331 sem leyft er að veiða í ágústmánuði.