Strandveiðar lengdar úti fyrir Austfjörðum

stodvarfjordur2Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að lengja frest til strandveiða á svæði C sem nær frá Þingeyjarsveit til Djúpavogs.

Fiskistofa hafði áður auglýst að veiðarnar yrðu stöðvaðar í dag en ljóst var að aflaheimildir yrðu ekki fullnýttar miðað við þann tíma.

Að höfðu samráðu við Landsamband smábátaeigenda ákvað ráðuneytið því að heimilt yrði að veiða á svæði C á mánudag og þriðjudag.

Samkvæmt tölum frá Fiskistofu eru 82 tonn óveidd af 331 sem leyft er að veiða í ágústmánuði.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.