Þriðji hlýjasti júlímánuðurinn í sögunni á Teigarhorni

solbad valdi veturlidaNýliðinn júlímánuður var sá þriðji hlýjasti sem mælst hefur á veðurstöðinni á Teigarhorni í Berufirði en mælingar hafa staðið þar í 142 ár.

Meðalhiti mánaðarins á Teigarhorni var 10,7°C. Mánuðurinn var einnig hlýr á Egilsstöðum, 12,5 stiga meðalhiti sem gerir hann hinn fimmta hlýjasta í röðinni af þeim 60 sem mældir hafa verið. Á Dalatanga var meðalhitinn 9,2 stig sem er nokkuð nærri meðaltali undanfarins áratugar.

Lægsti meðalhiti var á Brúarjökli, 3,6 stig og á láglendi á Seley, 7,9 stig. Lægsti hiti sem mældist var -1,1 stig á Gagnheiði síðasta dag mánaðarins.

Mánuðurinn var úrkomusamur, víða sá úrkomusamasti um áratugaskeið og sums staðar hefur úrkoma aldrei verið meiri í júlí.

Í Reykjavík mældist úrkoman 89,3 mm, sú mesta í júlí í 30 ár og 70% umfram meðallag, að því er fram kemur í yfirliti Veðurstofunnar fyrir mánuðinn. Á Akureyri hefur ekki mælst meiri úrkoma í mánuðinum frá árinu 1943.

Fyrstu dagar mánaðarins voru kaldir en annars var hlýtt í veðri, einkum á Norður- og Austurlandi.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.