Skip to main content

Tvær nýjar sýningar opna í Breiðdalssetri

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 15. ágú 2014 13:44Uppfært 15. ágú 2014 14:10

breiddalsvik2008Í dag opna tvær nýjar sýningar í Breiðdalssetri. Annars vegar jarðfræðisýning sem byggir á væntanlegri handbók um jarðfræði Austurlands og hins vegar ljósmyndasýning um uppbyggingu Breiðdalsvíkur.


Jarðfræðisýningin opnar formlega kl. 16 og ber heitið „Jarðfræði Austurlands: gosberg og innviðir eldfjalla". Sýningin fjallar um jarðfræðilega áhugaverð fyrirbæri á Austfjörðum.

Ásamt lesefninu verða bergsýni frá hverjum stað sem gestir geta skoðað og fengið meiri innsýn í umfjöllunarefni sýningarinnar. Það eru Christa Maria Feucht, Martin Gasser, Þovaldur Þórðarson og Sigurður Max Jónsson sem standa á bak við sýninguna.

Á sama tíma opnar ljósmyndasýningin „Tveir tímar: Þróun byggðar á Breiðdalsvík", þar sem ljósmyndir frá mismunandi tímum uppbyggingar á Breiðdalsvík verða til sýnis ásamt nýjum ljósmyndum sem teknar voru í sumar frá sama sjónarhorni. Arna Silja Jóhannsdóttir tók nýju myndirnar á sýningunni.

Breiðdalssetur er opið daglega frá 11-18.