Varað við hvassviðri á suðausturlandi á morgun

tjaldsvaedi egs 0008 webBúast má við hvassviðri á landinu í nótt og fram eftir morgundeginum segir Einar Sveinbjörnsson hjá Veðurvaktinni.

„Í kjölfar krapprar lægðar sem fer í nótt austur með suðurströndinni, mun hvessa af norðri um land allt í nótt og framan af morgundeginum, verður víða þetta 13-18 m/s um tíma.

Varasamar vindhviður, allt að 30-40 m/s, verða við þessar aðstæður á þjóðveginum suðaustanlands frá Fagurhólsmýri í Öræfum austur á Berufjarðarströnd frá því snemma í fyrramálið og fram yfir miðjan dag.

Suðaustanlands fylgir gjarnan sandfok veðri eins og þessu, jafnvel þó svo að rigni eitthvað á undan í kvöld."

Þeir sem hugsa sér til hreyfings næsta sólarhringinn, einkum húsbíla-, eftirvagna- og bifhjólaferðalanga að huga vel að veðri og vindum áður en lagt er af stað. Búast má við að vindurinn taki vel í tjöld og vagna á vestur-, suður- og suðausturlandi.

Tjaldbúar og ferðalangar á húsbílum eru varaðir við hvassviðri á morgun.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.