Voyager tók stefnuna í suður: Vonandi kemur enginn út í tapi

Voyage seydisfj2Skemmtiferðaskipið Voyager tók stefnuna til suðurs en það hætti við að leggjast að bryggju á Seyðisfirði á laugardag vegna veðurs. Vonast er til að ferðaþjónustuaðilar sem þurftu að bregðast skjótt við til að undirbúa komu skipsins beri ekki fjárhagslegan skaða að.

Skipstjóri Voyager ákvað að leggjast ekki við bryggju á Seyðisfirði af ótta við að komast ekki þaðan aftur. Ákvörðunin vakti mikla hneykslun heimamanna þar sem Norræna, sem er litu stærri, er vön að leggja að bryggju í mun verri veðrum auk þess sem skipstjórinn afþakkaði aðstoð staðkunnugra.

Austfirskir ferðaþjónustuaðilar þurftu að bregðast skjótt við til að taka á móti skipinu þar sem það breytti áætlun og boðaði ekki komu sína til Seyðisfjarðar fyrr en á föstudag.

Díana Mjöll Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Tanna Travel sem skipulagði móttöku skipsins eystra vonast til að ferðaþjónustuaðilar beri ekki skaða af en meðal annars voru undirbúnar máltíðir fyrir hundruð farþega sem von var á í land.

„Við munum fara yfir þann kostnað sem hlaust af þessu og fáum það að öllum líkindum greitt frá ferðaskrifstofunni sem sá um skipið og þau krefja skipið svo um þau útgjöld. Ég á ekki von á hagnaði, en heldur ekki tapi. Ég veit ekki hvernig er með veitingar sem búið var að undirbúa. Vonandi kemur enginn út í tapi."

Voyager tók stefnuna í suður til Oostende í Belgíu. Það hætti við að fara til Færeyja eins og hugað var. Skipið var skammt undan Sunderland í Englandi í morgun.

Mynd: Einar Bragi Bragason

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.