Skip to main content

Sex sóttu um stöðu sérfræðings Háskóla Íslands á Austurlandi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 21. ágú 2014 14:38Uppfært 21. ágú 2014 14:41

egilsstadirSex sóttu um starf akademísks sérfræðings við Stofnun rannsóknarsetra Háskóla Íslands á starfsstöð hennar á Austurlandi en umsóknarfresturinn rann út í byrjun vikunnar.


Stofnun Rannsóknasetra Háskóla Íslands hyggst koma á fót rannsóknarverkefni til tveggja ára undir yfirskriftinni Maður og náttúra frá og með haustinu 2014, í samvinnu við sveitarfélagið Fljótsdalshérað.

Markmið Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands er að skapa aðstöðu til rannsókna á landsbyggðinni, auka möguleika almennings til menntunar og styrkja tengsl Háskóla Íslands við atvinnu- og þjóðlíf. Stofnunin er jafnframt vettvangur samstarfsverkefna háskólans við sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga á landsbyggðinni.

Gerð var krafa um að umsækjendur hefðu lokið doktorsprófi en auk sjálfstæðra akademískra rannsókna þarf starfsmaðurinn að geta tekið að sér að leiðbeina háskólanemum í framhaldsnámi.

Sérfræðingurinn verður starfsmaður Háskóla Íslands en hefur starfsaðstöðu á Egilsstöðum í Austurbrú og gegnir starfi sínu þaðan. Búseta á svæðinu er skilyrði. Um fullt starf er að ræða og verður ráðið í starfið til tveggja ára með möguleika á framlengingu.

Umsækjendur eru:

Adriana Josefina Binimelis Saez
Julia Martin
Marin Ív. Karlsson
Sigríður Lára Sigurjónsdóttir
Sigrún Birna Sigurðardóttir
Unnur Birna Karlsdóttir