Skip to main content

Heitavatnslaust á öllu veitusvæði HEF á morgun

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 27. ágú 2014 14:41Uppfært 27. ágú 2014 14:42

hitaveita fellabaer 0006 agust14 webHeitavatnslaust verður á öllu veitusvæði Hitaveitu Egilsstaða og Fella (HEF) frá því klukkan 9:00 í fyrramálið og fram eftir degi. Verið er að tengja nýja stofnlögn hitaveitunnar í Fellabæ.


Þeim tilmælum er bent til íbúa að gæta þess að neysluvatnskranar séu örugglega lokaðir og þeir opnaðir gætilega eftir að vatni hefur verið hleypt af á nýju. Búast má við þrýstisveiflum og lofti í lögnum fram eftir degi á föstudag. Lofttæma þarf ofna reglulega í kjölfarið.

Best er að loka fyrir neysluvatn í inntaksgrind og huga þarf að gólfhitadælum.

Vegna framkvæmdanna verður sundlaugin á Egilsstöðum lokuð á meðan framkvæmdirnar standa yfir.

Lendi notendur í vandamálum eftir að þrýstingur er kominn á er hægt að hafa samband við starfsmenn HEF og óskað eftir aðstoð í síma 470-0787.