Skip to main content

Davíð Þór skipaður héraðsprestur í Austurlandsprófastsdæmi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 27. ágú 2014 15:14Uppfært 27. ágú 2014 15:21

david thor jonsson 2007Biskup Íslands hefur ákveðið að skipa Davíð Þór Jónsson, guðfræðing, í embætti héraðsprests í Austurlandsprófastsdæmi. Skipunin tekur gildi frá og með 1. nóvember 2014.


Davíð Þór lauk guðfræðinámi árið 2011 og starfaði eftir það sem fræðslufulltrúi Múlaprófastsdæmis í afleysingum.

Frestur til að sækja um embættið rann út 13. ágúst en auk Davíðs Þórs sótti Elvar Ingimundarson, guðfræðingur um.

Biskup Íslands skipar í embættið til fimm ára að fenginni umsögn héraðsnefndar í prófastsdæminu.

Davíð Þór er landskunnur fyrir verk sín sem grínisti, rithöfundur og ritstjóri. Hann er í sambúð með Þórunni Grétu Sigurðardóttur, tónskáldi úr Fellum.

Þorgeir Arason, nýskipaður sóknarprestur í Egilsstaðaprestakalli, gegndi áður stöðu héraðsprests.