Sigurður Blöndal látinn

sigurdur blondalSigurður Blöndal, fyrrverandi skógræktarstjóri, lést á Egilsstöðum á þriðjudag á nítugasta aldursári.

Sigurður fæddist 3. nóvember 1924 á Mjóanesi á Völlum. Faðir hans var Benedikt Gísli Magnússon Blöndal, kennari og bóndi, og móðir hans var Sigrún Pálsdóttir, skólastýra.

Sigurður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1945 og útskrifaðist sem skógtæknifræðingur frá skógskólanum í Steinkjer í Noregi 1948 og úr Landbúnaðarháskólanum þar 1952.

Hann snéri heim og byrjaði að vinna hjá Skógrækt ríkisins á Hallormsstað. Hann var síðar skógarvörður 1955-1977 og skógræktarstjóri frá 1977-1989.

Sigurður starfaði einnig sem stundakennari og sinnti félagsstörfum, einkum á sviði fræðslu- og skógræktarmála. Þá var hann varaþingmaður fyrir Alþýðubandalagið á áttunda áratugnum.

Hann er heiðursfélagi í Skógræktarfélagi Íslands og Skógræktarfélagi Austurlands auk þess sem hann hefur fengið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín jafnt hér heima sem erlendis. Árið 2005 kom út bók um Hallormsstað, náttúru og sögu, sem Sigurður skrifaði ásamt Hjörleifi Guttormssyni.

Eftirlifandi eiginkona hans er Guðrún Sigurðardóttir og eiga þau þrjú börn: Benedikt, Sigrúnu og Sigurð Björn.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.