Austfirsk jarðlög leystu ráðgátu um vatn á plánetunni Mars

nat geo caltech austurland agust14Bandarískir sérfræðingar hafa notfært sér jarðlög á Austurfjörðum til að lesa út úr upplýsingum um Mars. Háskólar senda hingað hópa nemenda til að ná sér í frekari þekkingu.

„Árið 2008 fengum við stórkostlegar innrauðar myndir frá Mars allir töldu sýna zeólíta. Það fannst okkur hins vegar furðulegt því zeólítar eru yfirleitt fremur smáir en við vorum að horfa á svæði sem líktist helst fjórðungi af fótboltavelli.

Síðan heimsótti ég Austurland þar sem fjöllin eru uppfull af þessari steintegund. Því rann upp fyrir okkur að við vorum að horfa á vísbendingar um grunnvatn sem hafði hitnað á ákveðnum svæðum á Mars og austfirsku fjöllin með zeólítunum voru lykilinn að lausn ráðgátunnar."

Þetta skrifar Bethany Ehlmann í pistli á vef bandaríska náttúrufræðiritsins National Grography. Hún er prófessor við Caltech háskóla og kom nýverið austur ásamt tveimur öðrum prófessorum og fimmtán framhaldsnemum í jarðvísindum.

Að því er fram kemur á alfræðivefnum Wikipediu myndast zeólítar við ummyndun og holufyllingu bergs. Þegar vatn leikur um bergið þá hitnar það og því sem meir sem það leitar dýpra og mest af því kemst í snertingu við nýlegt kvikuinnskot.

Við hitnun þá leysist vatnið og ýmis efni úr berginu og nýjar steindir koma í staðinn. Ef vatnið kólnar þá falla steinefnin út. Ef holur eða sprungur eru í berginu þá fyllast þær af steinefnum og mynda sprungu- og holufyllingar.

Vísindamenn hafa lengi leitað að vísbendingum um líf á Mars en vatn er ein af forsendum þess að það geti þrifist. Vísbendingar um vatn á plánetunni eru því mikils virði enda kallar Bethany pistilinn „eltið vatnið" sem hafi verið einkunnarorð í Marsrannsóknunum.

Hópurinn fór víða um landið en lenti í ýmsum ævintýrum á Austurlandi. Meðal annars steiktust bremsur rútunnar á leið niður Bessastaðafjall í Fljótsdal en hópurinn hafi lagt leið sína upp að Kárahnjúkum.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.