Skip to main content

Lenti upp á annan bíl á bílastæði í miðbæ Egilsstaða

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 05. sep 2014 13:32Uppfært 05. sep 2014 13:36

bil a bil egs 05092014 kr webUndarlegt óhapp varð í miðbæ Egilsstaða fyrir hádegið þegar ökumaður varð fyrir því óláni að keyra upp á annan bíl sem lagt var í stæði.


Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var ökumaðurinn að leggja bíl sínum í rólegheitum í stæði þegar honum fipaðist og steig á bensíngjöfina í stað bremsunnar.

Vildi þá ekki betur til en svo en bíllinn hentist upp á kant, síðan á húdd annars bíls sem lagt var fyrir neðan og upp á þak hans þar sem ferðinni lauk.

Töluvert tjón varð á neðri bílnum en sá var akkúrat vikugamall hjá núverandi eiganda. Enginn meiddist í óhappinu og eftir því sem næst verður komist dekka tryggingar að mestu það tjón sem varð.

Mynd: Aðsend