Slæmar aðstæður í Akrafellinu fyrst í morgun: Búið að þétta í vélarrýminu

akrafell strand 06092014 0126 webKafarar náðu síðdegis að þétta vélarrými Akrafells, sem strandaði við Vattarnes í nótt. Ef vel gengur að dæla úr skipinu getur verið að reynt verði að ná því á flot um miðnætti. Aðstæður voru slæmar þegar fyrstu björgunarsveitarmennirnir komu um borð í morgun.

„Aðstæður voru slæmar þegar við komum. Það flæddi mikill sjór inn í vélarrúmið," segir Ólafur Atli Sigurðsson, formaður björgunarsveitarinnar Geisla á Fáskrúðsfirði.

Útkallið kom um klukkan fimm í morgun og var Ólafur Atli meðal fyrstu björgunarsveitarmannanna sem komu um borð í skipið. Hann segir áhöfnina hafa verið „í losti" en verið að græja sig til brottfarar.

Sjö úr áhöfninni voru fluttir í togarann Aðalstein Jónsson en sex urðu eftir. Um tíu björgunarsveitarmenn hafa að staðaldri verið um borð í dag við að dæla úr skipinu auk tveggja suðumanna frá Launafli og kafara frá Landhelgisgæslunni.

Ólafur Atli kom í land síðdegis og sagði í samtali við Austurfrétt að björgunaraðgerðir um borð í skipinu hefðu gengið „þokkalega." Þær hefðu snúist um að „halda sjó" og fá ekki meiri sjó í skipið.

Kafarar náðu á fimmta tímanum í dag að þétta gatið á vélarrúmi skipsins þannig að sjórinn flæðir ekki lengur þangað inn. Reynt er að dæla úr skipinu og ber það nú árangur. Gera á tilraun til að losa það af strandstað í kvöld.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.