Á að reyna að toga í kvöld: Akrafellið lausara en það var
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 06. sep 2014 19:59 • Uppfært 06. sep 2014 20:28
Til stendur að reyna að draga Akrafellið af strandstað við Vattarnes á flóði í kvöld. Búið er að koma taug í skipið sem virðist lausara en áður.
„Varðskipið er að reyna að koma taug í afturendann og Aðalsteinn Jónsson heldur í framendann," segir Grétar Helgi Geirsson, björgunarsveitarmaður sem hefur staðið vaktina á Vattarnesi í allan dag.
„Það á að prófa á flóði eða þegar þeir sjá lag. Hann virðist lausari en hann var."
Búið er að koma allri áhöfn skipsins í land.
Háflóð verður á miðnætti í kvöld en mögulega hefjast tilraunirnar eitthvað fyrr. Akrafellið sigldi í strand um klukkan fimm í nótt. Sjó hefur verið dælt úr skipinu síðdegis eftir að köfurum tókst að þétta gat á vélarrúmi þess.