Bláa móðan: Styrkur brennisteinsdíoxíðs er undir heilsuverndarmörkum

blaa modan 05092014 0005 webHaldið verður áfram mælingum á efnum úr hinni bláu móðu sem legið hefur yfir Austfjörðum í dag og í gær. Mælingar í dag sýndu ekki nákvæm gildi en ljóst er að styrkur brennisteinsdíoxíðs (SO²) í mistrinu er undir heilsuverndarmörkum.

Starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Austurlands önnuðust mælingarnar fyrir Umhverfisstofnun í kvöld. Þeir höfðu meðferðis tvo handmæla, sem mæla styrk efnisins í andrúmslofti.

Mælarnir eru notaðir til mælinga á vinnuverndarmörkum og sýna því ekki mjög lág gildi. Lægsta mælisvið mælanna er 0,1ppm sem jafngildir um 290 µg/m3 (míkrógrömm í rúmmetra).

Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur frá Umhverfisstofnun, segir mælana hvergi hafa sýnt meiri styrk SO² en 290 µg/m3. Til samanburðar eru klukkustundar heilsuverndarmörk fyrir brennisteinsdíoxíð 350 µg/m3.

Móðan virðist eiga upptök sín í eldgosinu í Holuhrauni en gervihnattamyndir sem teknar voru í dag sýna gosmökkinn liggja yfir Jökuldal, Fljótsdal og Egilsstöðum. Þorsteinn segir lýsingar fólks á svæðinu á blágrárri móðu staðfesta það.

„Því er viðbúið að nokkur styrkur SO² hafi verið á svæðinu þó svo að hann hafi ekki mælst á þessum mælum."

Hann segir að stærstur hluti almennings ætti ekki að finna fyrir menguninni í því magni sem hún er núna en viðbúið er að fólk sem er mjög viðkvæmt fyrir til dæmis eldra fólk og fólk með astma og aðra lungnasjúkdóma finni fyrir einhverjum óþægindum.

Unnið er að því að koma upp nákvæmari mælibúnaði á Egilsstöðum sem mælir SO² mengun allt niður í 1-2 µg/m3.

Myndir úr Reyðarfirði, frá Lagarfljóti og af Fljótsdalsheiði.

blaa modan 05092014 0008 webblaa modan 05092014 0010 webblaa modan 05092014 0013 webblaa modan 05092014 0021 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.