Akrafellið laust af strandstað
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 07. sep 2014 00:04 • Uppfært 07. sep 2014 00:14
Akrafellið, sem strandaði um klukkan fimm í morgun við Vattarnes, var dregið á flot rétt fyrir miðnætti á flóði af fjölveiðiskipinu Aðalsteini Jónssyni.
Togarinn togaði Akrafellið áfram en hafnsögubáturinn Vöttur frá Reyðarfirði hélt í skutinn.
Aðalsteinn mun toga Akrafellið inn til Reyðarfjarðar þar sem skemmdir á skrokki skipsins verða skoðaðar.
Ekki hefur verið gefið upp hvernig það kom til að skipið sigldi í strand en lögreglan á Eskifirði rannsakar málið.
Ekki hefur verið gefið upp hvernig það kom til að skipið sigldi í strand en lögreglan á Eskifirði rannsakar málið.