Akrafellið laust af strandstað

akrafell strand 06092014 0126 webAkrafellið, sem strandaði um klukkan fimm í morgun við Vattarnes, var dregið á flot rétt fyrir miðnætti á flóði af fjölveiðiskipinu Aðalsteini Jónssyni. 

Togarinn togaði Akrafellið áfram en hafnsögubáturinn Vöttur frá Reyðarfirði hélt í skutinn.

Aðalsteinn mun toga Akrafellið inn til Reyðarfjarðar þar sem skemmdir á skrokki skipsins verða skoðaðar.

Ekki hefur verið gefið upp hvernig það kom til að skipið sigldi í strand en lögreglan á Eskifirði rannsakar málið.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.