Sofnaði við stýrið á Akrafellinu
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 08. sep 2014 15:06 • Uppfært 08. sep 2014 15:06
Yfirstýrimaður sem var á vakt þegar Akrafellið sigldi í strand á laugardagsmorgun var sofandi þegar óhappið átti sér stað.
Þetta kom fram við yfirheyrslur í gær. Áhöfn skipsins var látin blása í áfengismæla eftir strandið en ekkert mældist þar.
Yfirvöld á Kýpur fara með rannsóknina þar sem skipið er skráð þar í landi.
Skipið var á sjálfsstýrinu og siglir beint ef svo er. Beygja þarf því handvirkt. Það átti að fara inn til Reyðarfjarðar en strandaði á skeri yst í firðinum við Vattarnes.