Börn á Reyðarfirði haldi sig innandyra

rfj fjardabyggdHár styrkur brennisteinsdíoxíðs mældist á Reyðarfirði klukkan 14 í dag. Almannavarnir hvetja til þess að Reyðfirðingar gæti vel að sér.

Hæstu toppar í mælingum dagsins fóru upp í tæp 2600µg/m3. Það mesta virðist gengið yfir og gildi fara lækkandi en óvissa er um framhaldið að sögn Almannavarna.

Vegna þessa er hvatt til þess að börn og fólk sem er viðkvæmt fyrir haldi sig innandyra og loki öllum gluggum. Eins ætti að slökkva á loftræstingu þar sem það á við.

Einnig er lögð áhersla á að heilbrigt fólk ætti eigi að síður ekki að stunda líkamlega áreynslu utandyra.

Samkvæmt heimasíðu Umhverfisstofnunar er brennisteinsdíoxíð litlaus lofttegund sem flest fólk finnur lykt af, ef styrkurinn nær u.þ.b. 1000 mg/m3. Þar kemur einnig fram að brennisteinsdíoxíð hefur neikvæð áhrif á heilsu manna og hár styrkur brennisteinsdíoxíðs getur hindrað öndun, ert augu, nef og háls, valdið köfnun, hósta, öndunarsjúkdómum og óþægindum í brjósti.

Einnig hefur það áhrif á öndun plantna, getur valdið drepi og vanlíðan dýra og valdið málmtæringu.

Mynd: Af vef Fjarðabyggðar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.