Skip to main content

Náðu innbrotsþjófunum strax næsta dag

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 11. sep 2014 14:34Uppfært 11. sep 2014 14:41

logreglanLögreglan á Egilsstöðum hafði á sunnudag hendur í hári tveggja einstaklinga sem brutust þá um nóttina inn á tvo veitingastaði í bænum.


Á öðrum staðnum var stolið rúmlega 30.000 krónum en 100.000 á hinum. Þeir viðurkenndu innbrotin þegar þeir náðust.

Þeir vísuðu á þýfið af öðrum staðnum, rúmar 100.000 krónur en hinu höfðu þeir að miklu leyti eytt í gistingu á Egilsstöðum. Málið telst upplýst.