Hafa frest til klukkan sex að ná Green Freezer af strandstað

green freezer bvgEigendum flutningaskipsins Green Freezer, sem strandaði í gærkvöldi í Fáskrúðsfirði, var í dag veittur frestur til klukkan sex til að ná skipinu af strandstað. Von er á varðskipinu Þór á strandstað um kvöldmatarleitið.

Vettvangsstjórn Landhelgisgæslunnar á staðnum fylgist náið með framvindu mála og er í nánu samstarfi við Umhverfisstofnun, Samgöngustofu, útgerð skipsins, Slysavarnarfélagið Landsbjörgu, lögreglu og aðra viðbragðsaðila, að því er fram kemur í tilkynningu frá gæslunni.

Ekki er talin hætta á bráðamengun á svæðinu og í ljósi þess var fresturinn veittur. Eftir því sem næst verður komið er Green Freezer í eigu pólska skipafélagsins Green Management og hefur það síðan í gærkvöldi unnið að björgunaráætlun.

Björgunarsveitir á Austurlandi voru kallaðar út um klukkan átta í gærkvöldi en skipið rak upp í fjöru eftir vélarbilun. Fjölveiðiskip Samherja, Vilhelm Þorsteinsson hélt auk þess samstundis á strandstað og lóðsbáturinn Vöttur kom á staðinn í morgun.

Varðskipið Þór var beðið um að halda á staðinn og var þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út. Hún kom á staðinn rétt eftir miðnætti með fulltrúa Landhelgisgæslunnar og Umhverfisstofnunar.

Kafarar Landhelgisgæslunnar komu á staðinn í nótt og könnuðu þeir botn skipsins í morgun. Sjómælingasvið Landhelgisgæslunnar gerði sjókort fyrir svæðið sem unnið verður með í framhaldinu.

Skipið er stöðugt á strandstað og er ekki talin hætta á ferð. Veður hefur verið gott á svæðinu.

Mynd: Björgvin Valur Guðmundsson

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.