Þór tilbúinn að kippa í Green Freezer

green freezer thor tog thorlmagnTil stendur að varðskipið Þór dragi flutningaskipið Green Freezer af strandstað í Fáskrúðsfirði á háflóði á hádegi. Landhelgisgæslan ákvað í gærkvöldi að beita íhlutunarrétti sínum eftir að útgerð skipsins hafði hætt við tilraun til að losa skipið í gærkvöldi.

Í tilkynningu gæslunnar frá í gærkvöldi segir að ákveðið hafi verið að beita íhlutunarréttinum í samræmi við lög um verndun hafs og strandar að höfðu samráði við Umhverfisstofnun.

Áhöfn varðskipsins Þórs hófst í birtingu handa við björgunaraðgerðir og er nú komin taug í Green Freezer og beðið eftir háflóði til að kippa því af strandstað. Í tilkynningu gæslunnar segir að skipið verði dregið „á öruggt svæði."

Green Freezer strandaði í Fáskrúðsfirði um klukkan átta á miðvikudagskvöld. Þar sem ekki var talin hætta á ferðum fékk útgerð skipsins tækifæri til að koma með eigin björgunaráætlun. Meðal aðgerða þar var að hafnsögubáturinn Vöttur drægi skipið af strandstað í gærkvöldi. Þegar það gekk ekki eftir greip Landhelgisgæslan inn í.

Minni háttar olíubrák sást í kringum skipið í gærmorgun og voru settar upp mengunargildrur til að hindra frekari útbreiðslu.

Mynd: Þórlindur Magnússon

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.