Aðalfundur SSA hafinn á Vopnafirði

valdimar o hermannsson ssa13Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2014 var settur á Vopnafirði klukkan tíu í morgun. Hann er haldinn í Vopnafjarðarskóla og stendur í tvo daga. Á fundinum eiga seturétt fulltrúar allra átta sveitarfélaganna sem eru aðilar að Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi.

Þegar hefur dagskráin færst örlítið úr skorðum vegna þoku á Vopnafirði sem þýðir að flugvöllurinn þar er lokaður.

Fyrir fundinum liggja allmargar tillögur að ályktunum sem teknar verða til umræðu í málefnahópum. Fyrir fundinum liggur m.a. tillaga um að ríkið efli geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi og þá má einnig búast við að umræður um tilflutning verkefna frá ríki til sveitarfélaga verði áberandi.

Reikna má með að nýr formaður verði kosinn eftir fundinn en Valdimar O. Hermannsson er að ljúka kjörtímabili sínu. Nýr formaður kemur þá vætanlega af norðursvæði en hefð er fyrir því að svæðinu skipti hlutverkinu á milli sín.

Flestir þingmenn kjördæmisins sitja fundinn og mun Höskuldur Þórhallsson, þriðji þingmaður kjördæmisins, ávarpa fundinn.

Þá verða flutt nokkur erindi. María Hjálmarsdóttir, starfsmaður Austurbrúar, mun fjalla um markaðssetningu Egilsstaðaflugvallar, Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, og Hrafnkell Lárusson, sagnfræðingur, munu fjalla um stöðu fjölmiðlunar á landsbyggðinni þar sem kastljósinu verður einkum beint að frammistöðu RÚV í því sambandi.

Þá mun Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur, fjalla um eldsumbrotin norðan Vatnajökuls og ráðleggja sveitarstjórnarmönnum um hvernig þeir geti undirbúið sveitarfélögin fyrir áframhaldandi eldgos.

Á föstudagskvöldið munu fulltrúar og gestir sitja hátíðarkvöldverð og veita menningarverðlaun SSA. Aðalfundinum lýkur seinnipartinn á laugardag.

Fráfarandi formaður, Valdimar O. Hermannsson, á þingi SSA í fyrra. Mynd: GG

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.