Skip to main content

Mengun í sjónum við álverið

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 19. sep 2014 12:55Uppfært 19. sep 2014 12:57

mengun rfj 19092014 pgÁhöfn hafnsögubátsins Vattar kannar nú innihald mengunarbrákar í sjónum við álver Fjarðaáls í Reyðarfirði. Hvorki er vitað hvað er á ferðinni í sjónum né hvaðan efnið kemur.


„Það er verið að skoða hvað þetta er en við vitum að þetta er ekki olía," segir Steinþór Pétursson, framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna.

„Vötturinn er á staðnum og við erum að meta hvort við þurfum að grípa til aðgerða."

Brákin, sem er á milli álvershafnarinnar og Hólma, sást úr mötuneyti Fjarðaáls og héldu menn í fyrstu að um olíu væri að ræða.

„Þetta er svört brák sem lítur út eins og olíubrák," segir Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Fjarðaáls.

Að sögn sjónarvottar er talsverður viðbúnaður á staðnum.

Ekki er heldur ljóst hvaðan mengun kemur. „Við látum ekkert frá okkur í sjóinn svo þetta ætti ekki að vera frá okkur," segir Dagmar.