Mengun í sjónum við álverið

mengun rfj 19092014 pgÁhöfn hafnsögubátsins Vattar kannar nú innihald mengunarbrákar í sjónum við álver Fjarðaáls í Reyðarfirði. Hvorki er vitað hvað er á ferðinni í sjónum né hvaðan efnið kemur.

„Það er verið að skoða hvað þetta er en við vitum að þetta er ekki olía," segir Steinþór Pétursson, framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna.

„Vötturinn er á staðnum og við erum að meta hvort við þurfum að grípa til aðgerða."

Brákin, sem er á milli álvershafnarinnar og Hólma, sást úr mötuneyti Fjarðaáls og héldu menn í fyrstu að um olíu væri að ræða.

„Þetta er svört brák sem lítur út eins og olíubrák," segir Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Fjarðaáls.

Að sögn sjónarvottar er talsverður viðbúnaður á staðnum.

Ekki er heldur ljóst hvaðan mengun kemur. „Við látum ekkert frá okkur í sjóinn svo þetta ætti ekki að vera frá okkur," segir Dagmar.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.