Mikilvægt að nýta góðar aðstæður til að ná skipinu af strandstað
Sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun segir að mikilvægt hafi verið að ná flutningaskipinu Green Freezer af strandstað í Fáskrúðsfirði á meðan aðstæður væru þar sem bestar. Skipið var dregið á flot rétt fyrir klukkan ellefu í morgun.„Á meðan skip er fast í fjörunni er hætta á bráðamengun," segir Ólafur A. Jónsson, sviðsstjóri náttúru hjá Umhverfisstofnun.
Eftir að hætt var við tilraun til að losa Green Freezer á fimmtudagskvöld ákvað Landhelgisgæslan að grípa í taumana að höfðu samráði við Umhverfisstofnun. Frá því að skipið strandaði á miðvikudagskvöld hafði útgerð skipsins fengið tækifæri til að vinna eigin björgunaráætlun.
Umhverfisstofnun, Landhelgisgæslan og Samgöngustofa vinna eftir aðgerðaáætlun um bráðamengun utan hafna sem byggir á lögum um varnir gegn mengun hafna og stranda.
Staðan í Fáskrúðsfirði var á stigi 2 sem kallast „hætta á bráðamengun" en þar er gert ráð fyrir að kallað sé eftir áætlun útgerðar skips eða tryggingarfélags. Þyki hún „ekki viðunandi skal íhuga beitingu íhlutunarréttar."
Talsmaður Nesskipa, sem er með umboð hérlendis fyrir Green Freezer, hefur í fjölmiðlun gagnrýnt íhlutunina, sagt hana hafa komið á óvart og að ekki hafi verið hætta á ferðum. Í yfirlýsingum Landhelgisgæslunnar eru áætlanir um að hafnsögubáturinn Vöttur drægi skipið á flot sagðar „ekki raunhæfar." Það hafi verið sannað þegar varðskipinu Þór mistókst í gær að draga Green Freezer á flot og við 100 tonna átak slitnaði taugin á milli skipana.
Mengun frá eldgosinu hefði getað haft áhrif
Í svari við fyrirspurn Austurfréttar segir Ólafur að miklu máli hafi skipt að ná Green Freezer með „öruggum hætti af strandstað sem fyrst."
„Veðurskilyrði geta breyst hratt hér á landi auk þess sem mengun frá gosstöðvum getur haft áhrif á strandstað og torveldað vinnu manna. Mikilvægt var að nýta þær góðu aðstæður sem voru til að ná skipi af strandstað."
Þór dró Green Freezer loks af strandstað um þegar klukkuna vantaði tíu mínútur í ellefu í morgun. Í nótt var dælt yfir 100 tonnum af olíu úr skipinu til að létta það.
Það verður dregið til Fáskrúðsfjarðar en fyrst verða skemmdir kannaðar og olíu dælt aftur um borð.
Í yfirlýsingu Landhelgisgæslunnar segir að töluvert átak hafi þurft til að ná skipinu af strandstað og varðskipið Þór reynst „afar vel" í aðgerðunum.
Green Freezer strandaði við bæinn Eyri í sunnanverðum Fáskrúðsfirði á miðvikudagskvöld. Skipið var á leið inn til Fáskrúðsfjarðar og tók hring í firðinum á meðan beðið var eftir leiðsögn til hafnar. Vildi þá ekki betur til en svo að vél þess bilaði þannig það bakkaði upp í fjöruna.
Buðu fjórar milljónir fyrir togið
Togari Samherja, Vilheml Þorsteinsson, var fyrstur á strandstað, innan við 30 mínútum eftir að ósk um aðstoð barst. Í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í morgun segir að beiðni hafi borist frá Landhelgisgæslunni um að áhöfn togarans reyndi að koma taug í skipið. Byrjað hafi verið á því en eigandi flutningaskipsins hafnað þeirri aðstoð og óskað eftir meiri tíma til að leita annarra leiða til að koma skipinu af strandstað.
„Síðar um kvöldið tilkynnir umboðsmaður flutningaskipsins að tryggingarfélag þess sé tilbúið til að greiða Samherja allt að fjórum milljónum króna fyrir að láta draga skipið af strandstað.
Þar sem sú upphæð er lægri en áætlaður kostnaður útgerðarinnar við björgunaraðgerðina, ásamt teknu tilliti til þeirrar áhættu sem ávallt fylgir svona aðgerð, töldu stjórnendur Samherja ekki rétt að taka að sér umrætt verk.
„Veðurskilyrði geta breyst hratt hér á landi auk þess sem mengun frá gosstöðvum getur haft áhrif á strandstað og torveldað vinnu manna. Mikilvægt var að nýta þær góðu aðstæður sem voru til að ná skipi af strandstað."
Þór dró Green Freezer loks af strandstað um þegar klukkuna vantaði tíu mínútur í ellefu í morgun. Í nótt var dælt yfir 100 tonnum af olíu úr skipinu til að létta það.
Það verður dregið til Fáskrúðsfjarðar en fyrst verða skemmdir kannaðar og olíu dælt aftur um borð.
Í yfirlýsingu Landhelgisgæslunnar segir að töluvert átak hafi þurft til að ná skipinu af strandstað og varðskipið Þór reynst „afar vel" í aðgerðunum.
Green Freezer strandaði við bæinn Eyri í sunnanverðum Fáskrúðsfirði á miðvikudagskvöld. Skipið var á leið inn til Fáskrúðsfjarðar og tók hring í firðinum á meðan beðið var eftir leiðsögn til hafnar. Vildi þá ekki betur til en svo að vél þess bilaði þannig það bakkaði upp í fjöruna.
Buðu fjórar milljónir fyrir togið
Togari Samherja, Vilheml Þorsteinsson, var fyrstur á strandstað, innan við 30 mínútum eftir að ósk um aðstoð barst. Í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í morgun segir að beiðni hafi borist frá Landhelgisgæslunni um að áhöfn togarans reyndi að koma taug í skipið. Byrjað hafi verið á því en eigandi flutningaskipsins hafnað þeirri aðstoð og óskað eftir meiri tíma til að leita annarra leiða til að koma skipinu af strandstað.
„Síðar um kvöldið tilkynnir umboðsmaður flutningaskipsins að tryggingarfélag þess sé tilbúið til að greiða Samherja allt að fjórum milljónum króna fyrir að láta draga skipið af strandstað.
Þar sem sú upphæð er lægri en áætlaður kostnaður útgerðarinnar við björgunaraðgerðina, ásamt teknu tilliti til þeirrar áhættu sem ávallt fylgir svona aðgerð, töldu stjórnendur Samherja ekki rétt að taka að sér umrætt verk.
Áhöfn Green Freezer var ekki í hættu og Landhelgisgæslan var á leið á staðinn á sérútbúnu skipi. Seinna um nóttina hélt Vilhelm Þorsteinsson aftur til veiða.“
Að loknum aðgerðum verður haldinn rýnifundur allra viðkomandi aðila og unnin samantekt.
Að loknum aðgerðum verður haldinn rýnifundur allra viðkomandi aðila og unnin samantekt.
Mynd: Þórlindur Magnússon