Skiptum lokið á búi Skuldaþaks

reydarfjordur hofnEkkert fékkst upp í rúmlega þrjátíu milljóna króna kröfur í þrotabú Skuldaþaks ehf. sem skráð var með lögheimili á Reyðarfirði.

Samkvæmt upplýsingum úr fyrirtækjaskrá var fyrirtækið stofnað árið 2009 með þann tilgang að leigja út atvinnuhúsnæði. Það var skráð til heimilis að Hafnargötu 3 á Reyðarfirði.

Ársreikningi var skilað fyrir stofnárið en engir reikningar eru skráðir síðan hjá fyrirtækjaskrá.

Skuldaþak ehf. var úrskurðað gjaldþrota með úrskurði héraðsdómi Norðurlands eystra í maí.

Skiptum á búinu lauk í síðasta mánuði og fram kemur í Lögbirtingablaðinu að ekkert hafi fengist upp í lýstar kröfur upp á 30,45 milljónir króna.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.