Skip to main content

Skiptum lokið á búi Skuldaþaks

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 22. sep 2014 12:26Uppfært 22. sep 2014 12:30

reydarfjordur hofnEkkert fékkst upp í rúmlega þrjátíu milljóna króna kröfur í þrotabú Skuldaþaks ehf. sem skráð var með lögheimili á Reyðarfirði.


Samkvæmt upplýsingum úr fyrirtækjaskrá var fyrirtækið stofnað árið 2009 með þann tilgang að leigja út atvinnuhúsnæði. Það var skráð til heimilis að Hafnargötu 3 á Reyðarfirði.

Ársreikningi var skilað fyrir stofnárið en engir reikningar eru skráðir síðan hjá fyrirtækjaskrá.

Skuldaþak ehf. var úrskurðað gjaldþrota með úrskurði héraðsdómi Norðurlands eystra í maí.

Skiptum á búinu lauk í síðasta mánuði og fram kemur í Lögbirtingablaðinu að ekkert hafi fengist upp í lýstar kröfur upp á 30,45 milljónir króna.