Skip to main content

Umtalsverð gasmengun á Reyðarfirði í nótt: Mengun yfir Austurland í dag

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 25. sep 2014 10:06Uppfært 25. sep 2014 10:07

gosmoda utherad 20092014 eidurrYfir 2600 míkrógrömm á rúmmetra af brennisteinsdíoxíði mældust á stöðvum í Reyðarfirði um klukkan eitt í nótt. Spáð er að mengun frá gosstöðvunum við Holuhraun leggi yfir Austurland í dag.


Mengunin í nótt reis og hneig snöggt og hefur frá því um klukkan tvö verið undir þeim mörkum sem eðlilegt getur talist. Mengun á Egilsstöðum hefur á sama tíma reynst óveruleg.

Veðurstofan spáir því að mengunin liggi yfir Vopnafirði í dag en færi sig austur yfir Hérað þegar líður á daginn og suður á Höfn og Djúpavog á morgun.

Fréttablaðið hefur eftir sérfræðingi hjá Umhverfisstofnun í dag að mengunin frá gosinu sé meiri en úr öllum iðnaðarborgum Evrópu til samans. Brennisteinsmengunin frá því sé þegar orðin sú mesta sem mælst hafi frá eldgosi í 150 ár.

Gosmóðan liggur yfir úthéraði. Myndin var tekin af Ketilsstaðafjalli á laugardag. Mynd: Eiður Ragnarsson.