Umtalsverð gasmengun á Reyðarfirði í nótt: Mengun yfir Austurland í dag

gosmoda utherad 20092014 eidurrYfir 2600 míkrógrömm á rúmmetra af brennisteinsdíoxíði mældust á stöðvum í Reyðarfirði um klukkan eitt í nótt. Spáð er að mengun frá gosstöðvunum við Holuhraun leggi yfir Austurland í dag.

Mengunin í nótt reis og hneig snöggt og hefur frá því um klukkan tvö verið undir þeim mörkum sem eðlilegt getur talist. Mengun á Egilsstöðum hefur á sama tíma reynst óveruleg.

Veðurstofan spáir því að mengunin liggi yfir Vopnafirði í dag en færi sig austur yfir Hérað þegar líður á daginn og suður á Höfn og Djúpavog á morgun.

Fréttablaðið hefur eftir sérfræðingi hjá Umhverfisstofnun í dag að mengunin frá gosinu sé meiri en úr öllum iðnaðarborgum Evrópu til samans. Brennisteinsmengunin frá því sé þegar orðin sú mesta sem mælst hafi frá eldgosi í 150 ár.

Gosmóðan liggur yfir úthéraði. Myndin var tekin af Ketilsstaðafjalli á laugardag. Mynd: Eiður Ragnarsson.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.