Frumkvöðlasetri komið á fót á Djúpavogi

djupivogur mai14Nýtt frumkvöðlasetur, Djúpið, tekur til starfa á Djúpavogi á næstu dögum. Setrið verður bæði opið námsmönnum og frumkvöðlum sem vinna að nýsköpunarverkefnum.

Alfa Freysdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri en hún kynnti setrið og nafn þess á opnum fundi á Djúpavogi í síðustu viku.

Gert er ráð fyrir að starfsemi hefjist formlega 1. október en setrið er samstarfsverkefni Austurbrúar, Djúpavogshrepps og AFLs starfsgreinafélags.

Skrifað var undir samkomulag um setrið í vor en í tilkynningu segir að tilgangur þess sé að styðja frumkvöðla við að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd og skapa þannig ný atvinnutækifæri á Djúpavogi og víðar í landshlutanum.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.