Skip to main content

Frumkvöðlasetri komið á fót á Djúpavogi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 25. sep 2014 14:09Uppfært 25. sep 2014 14:19

djupivogur mai14Nýtt frumkvöðlasetur, Djúpið, tekur til starfa á Djúpavogi á næstu dögum. Setrið verður bæði opið námsmönnum og frumkvöðlum sem vinna að nýsköpunarverkefnum.


Alfa Freysdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri en hún kynnti setrið og nafn þess á opnum fundi á Djúpavogi í síðustu viku.

Gert er ráð fyrir að starfsemi hefjist formlega 1. október en setrið er samstarfsverkefni Austurbrúar, Djúpavogshrepps og AFLs starfsgreinafélags.

Skrifað var undir samkomulag um setrið í vor en í tilkynningu segir að tilgangur þess sé að styðja frumkvöðla við að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd og skapa þannig ný atvinnutækifæri á Djúpavogi og víðar í landshlutanum.