Fundi um framtíð póstmála frestað: Hyggjast fækka dreifingadögum

Posturinn nytt logoÁkveðið hefur verið að fresta opnum fundi um framtíð póstmála sem halda átti á Egilsstöðum í dag vegna veðurs. Til stendur að fækka dreifingardögum á Austfjörðum.

Innanlandsflug hefur legið niðri í morgun og er það ástæða þess að fundurinn sem halda átti klukkan fimm fellur niður. Ekki hefur verið gefinn út nýr fundartími.

Forsvarsmenn Íslandspósts halda nú opna fundi um landið en í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að ræða hafi átt stöðu og framtíð póstmála á Íslandi. Það segir að „Skoðun landsmanna á póstmálum sé mjög mikilvæg fyrir fyrirtækið."

Íslandspóstur hefur óskað eftir því að fá að fækka dreifingardögum á 111 heimilum í dreifbýli í Fjarðabyggð, Breiðdalshreppi og Djúpavogshreppi úr fimm í þrjá.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.