Viðsnúningur á rekstri Breiðdalshrepps

breiddalsvik2008Útlit er fyrir að rekstur Breiðdalshrepps sé á leið í rétta átt miðað við milliuppgjör ársins. Miðað við útgönguspá næst þó ekki takmark fjárhagsáætlunar.

Eftir 25 milljóna tap árið 2012 var talin ástæða til aðgerða enda virtust vart forsendur fyrir áframhaldandi rekstri þeirra áfram annars. Það skilaði þeim árangri að endar náðu saman í fyrra og útlit er fyrir að svo verði aftur í ár.

Samkvæmt 6 mánaða uppgjöri sem birt var að loknum hreppsnefndarfundi í síðustu viku er rekstrarniðurstaða A-hluta sveitarsjóðs jákvæð um 4,8 milljónir króna en þegar B-hlutinn bætist við lækkar afgangurinn í 1,2 milljónir.

Í útgönguspá sem birt er með uppgjörinu er þó búist við að rekstrarafgangurinn verði alls 6,1 milljón í árslok. Það dugir þó ekki til að ná fjárhagsáætlun ársins sem gerði ráð fyrir tæplega 8 milljóna króna afgangi.

Í byrjun árs var tilkynnt um umtalsverðar gjaldskrárhækkanir í Breiðdalshreppi en hluti þeirra var dreginn til baka, svo sem hækkanir á leiguverði íbúða og alfarið fallið frá hækkunum á gjaldskrám leik-, grunn- og tónlistarskóla.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.