Síldarvinnslan kaupir Gullberg UPPFÆRT

svn logoSíldarvinnslan hefur gengið frá kaupum á útgerðinni Gullbergi sem gerir út togarann Gullver og frystihúsinu Brimbergi á Seyðisfirði. Starfsfólk hefur verið boðað til fundar klukkan tíu.

Fundað var fyrr í morgun með bæjarstjórn Seyðisfjarðar fyrr í morgun.

Tíu dagar eru síðan Adolf Guðmundsson, framkvæmdastjóri útgerðarinnar neitaði því í samtali við DV að til stæði að selja útgerðina„Það er bara ekkert til í því. Ekkert svoleiðis í gangi.“

Þá hafnaði hann jafnframt því að hluthafar í útgerðinni hefðu nokkurn hug á að selja og bætti við að þeim tilboðum sem í útgerðina hefðu borist í gegnum tíðina hefði verið hafnað.

Síldarvinnslan birti á ellefta timanum tilkynningu um kaupin. Þar kemur fram að áfram verði gert út frá Seyðisfirði og lögð áhersla á að tryggja áframhaldandi framleiðslustörf í byggðarlaginu. Einnig að kaupin eru háð samþykk Samkeppniseftirlitsins.

Síldarvinnslan hf. hefur keypt öll hlutabréf í Gullbergi ehf. á Seyðisfirði sem gerir út togarann Gullver NS 12. Samhliða kaupum á togaranum keypti Síldarvinnslan húsnæði og búnað Brimbergs til fiskvinnslu á Seyðisfirði. Áfram verður gert út frá Seyðisfirði og lögðáhersla á að tryggja áframhaldandi framleiðslustörf tengd sjávarútvegi í byggðarlaginu. Fyrir rekur Síldarvinnslan fiskimjölsverksmiðju á Seyðisfirði.

Kaupin eru liður í að styðja við starfsemi Síldarvinnslunnar á Austurlandi. Með því að hafa útgerð og vinnslu á sömu hendi er traustari stoðum skotið undir heilsársstörf og atvinnulíf í byggðarlaginu. Það hefur verið stefna Síldarvinnslunnar að auka við sig bolfiskheimildir og breikka rekstrargrundvöll félagsins. Megináhersla síðustu áratugi hefur verið á veiðar og vinnslu uppsjávartegunda. Kaupin á Gullbergi eru í takt við áherslu stjórnenda Síldarvinnslunnar að fjölgagrunnstoðum í rekstri félagsins.

Gullver NS 12 er 674 tonna skuttogari, tæplega 50 metra langur og smíðaður í Noregi árið 1983. Aflamark togarans á yfirstandandi fiskveiðiári, 2014-2015, nemur 2.855 þorskígildistonnum.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.