Skip to main content

Kviknaði í út frá rafkerfi dráttarvélar

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 02. okt 2014 18:25Uppfært 02. okt 2014 18:25

vopnafjordur 2008 sumarBruni sem varð í vélaskemmu við Refsstað í Vopnafirði fyrir tveimur vikum hefur verið rakinn til bilunar í rafkerfi dráttarvélar sem stóð í skemmunni.


Þetta staðfesti Jónas Wilhelmsson, yfirlögregluþjónn á Eskifirði, við Austurfrétt í dag.

Eldur varð fyrst laus í dráttarvélinni og búnaði hennar sem síðan varð til þess að eldur komst í aðra muni í skemmunni og loks skemmuna sjálfa.

Töluvert tjón varð í eldsvoðanum.