Landsbankinn: Útibússtjórinn á Egilsstöðum tekur við á Akureyri
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 02. okt 2014 18:37 • Uppfært 02. okt 2014 18:38
Arnar Páll Guðmundsson, sem hefur verið útibússtjóri Landsbankans á Egilsstöðum, hefur verið ráðinn útibússtjóri bankans á Akureyri.
Þetta kemur fram í tilkynningu sem bankinn sendi frá sér í morgun. Um leið hyggst bankinn efla fyrirtækjaþjónustu sína á Norðurlandi.
Arnar Páll hefur gengt starfi útibússtjóra Landsbankans á Egilsstöðum frá árinu 2007, en hann hefur starfað í bankanum frá árinu 1999 bæði í fyrirtækja- og einstaklingsþjónustu.
Hann er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri og hefur vottun sem fjármálaráðgjafi frá Háskólanum í Reykjavík. Arnar Páll er kvæntur Einrúnu Ósk Magnúsdóttur og eiga þau þrjú börn.
Arnar Páll er kominn til starfa á Akureyri.
Ágúst Arnórsson, aðstoðarútibússtjóri á Egilsstöðum, hefur tekið við umsjón útibúanna á Egilsstöðum, Seyðisfirði og Vopnafirði.