Fækkað í yfirstjórn HSA: Tveir hættir strax

hsa logo 2014Eitt og hálft stöðugildi í yfirstjórn Heilbrigðisstofnunar Austurlands verður lagt niður í skipulagsbreytingum sem nú standa yfir. Eitt stoðsvið stofnunarinnar verður lagt niður og talsverðar hrókeringar eru meðal svæðisstjóra. Tveir yfirmenn eru þegar hættir þótt breytingarnar taki ekki að fullu gildi fyrr en um áramót.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem framkvæmdastjórnin sendi starfsmönnum stofnunarinnar undir kvöld. Þar kemur fram að markmið breytinganna sé að hagræða í rekstri og efla skilvirkni. Umfang hvers rekstrarsvæðis verður minnkað og rekstrarumsjón skipt niður á fleiri aðila.

Þar segir að framkvæmdastjórnin, sem skipuð er Kristínu B. Albertsdóttur forstjóra, Pétri Heimissyni framkvæmdastjóra lækninga og Nínu Hrönn Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunarsviðs, hafi tekið ákvörðunina á fundi 22. september en undirbúningur hafi „staðið um nokkurt skeið".

Stærsta breytingin er að áætlana- og greiningasvið verður lagt niður frá og með áramótum og starfsemi þess færð undir fjármálasvið. Þórhallur Harðarson hefur gegnt stöðu sviðsstjóra en hún verður lögð niður.

Í tilkynningunni segir að honum hafi verið boðið að taka við starfi rekstrarstjóra á Egilsstöðum og Seyðisfirði frá áramótum þar sem sú stað sé að losna. Því hafi hann hafnað og óskað eftir að hætta strax.

Ragnar Sigurðsson, sem verið hefur svæðisstjóri annars staðar en í Fjarðabyggð sagði starfi sínu lausu frá og með 1. desember en hefur nú óskað eftir að láta af störfum frá og með komandi mánudegi.

Valdimar O. Hermannsson hefur verið svæðisstjóri í Fjarðabyggð en hann verður rekstrarstjóri í Neskaupstað í 80% starfshlutfalli.

Emil Sigurjónsson, mannauðsstjóri, tekur að sér rekstrarstjórn í Fjarðabyggð sunnan Oddsskarðs, Nína Hrönn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, heilsugæsluna á Vopnafirði og Kristín B. Albertsdóttir tekur rekstrarstjórn á Djúpavogi og Breiðdalsvík.

Halla Eiríksdóttir, sem áður gegn stöðu hjúkrunarforstjóra og rekstrarstjóra á Egilsstöðum, verður rekstrarstjóri á Egilsstöðum og Seyðisfirði í 60% stöðugildi frá til áramóta. Hún snéri aftur úr ársleyfi 1. ágúst og tekur við stöðunni þegar hún hefur lokið við gerð gæðahandbókar HSA. Framkvæmdastjórn brúar bilið þangað til.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.