Green Freezer dreginn í burtu
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 04. okt 2014 16:46 • Uppfært 04. okt 2014 16:47
Flutningaskipið Green Freezer er á förum frá Fáskrúðsfirði á morgun. Norskur dráttarbátur sem draga mun það til Póllands kom til Fáskrúðsfjarðar í dag.
Skipið strandaði í Fáskrúðsfirði þann 17. september síðastliðinn og var dregið af strandstað þremur dögum síðar. Stýri þess og skrúfa löskuðust í strandinu.
Gert er ráð fyrir að ferðin til Póllands taki tíu daga. Þar fer skipið í slipp. Það er skráð á Bahamaeyjum en í eigu Green Management í Póllandi.
Mynd: Eiður Ragnarsson