Beðið eftir betra veðri fyrir Green Freezer: Óljóst um afdrif Akrafells

green freezer burtu eidurrFlutningaskipið Green Freezer liggur enn við bryggju á Fáskrúðsfirði en beðið er eftir betra veðri áður en það verður dregið frá landinu. Enn er óljóst um afdrif Akrafells sem er á Reyðarfirði.

Norskur dráttarbátur kom til Fáskrúðsfjarðar á laugardag en fyrirhugað var að draga Green Freezer þaðan á sunnudag.

Búið er að tengja á milli skipanna en brottförin miðast við veðurspá sem verður sennilega ekki fyrr en á morgun. Til stendur að draga Green Freezer til Póllands í slipp.

Garðar Jóhannsson, forstjóri Nesskipa sem er umboðsaðili skipsins, segir björgunarlaun og annað slíkt „seinni tíma mál." Eingöngu hafi verið lagðar fram „ákveðnar tryggingar á þessum tímapunkti." Farmur þess er og verður áfram um borð.

Landhelgisgæslan dró Green Freezer af strandstað í Fáskrúðsfirði þann 20. september, þremur dögum eftir að það strandaði.

Anna Guðný Aradóttir, forstöðumaður markaðs- og samskiptadeildar Samskipa, segir enn óljóst um afdrif Akrafells, sem strandaði tíu dögum fyrr við Vattarnes, eða hvenær það fari úr landi. Mest allur farmurinn sé kominn úr landi en enn séu eftir nokkrir gámar.

„Samkvæmt alþjóðalögum hafa björgunaraðilar skipa haldsrétt í farmi, hins vegar er vinnureglan sú að tryggingafélög gefa út ábyrgðir fyrir greiðslu björgunarlauna og þannig er haldsrétti í vörunni aflétt. Við vitum ekki hve há björgunarlaunin eru."

Aðalsteinn Jónsson, skip Eskju, dró Akrafellið af strandstað.

Mynd: Eiður Ragnarsson

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.