Fyrirtæki bregðast við yfirvofandi dagsektum og koma upp olíuskiljum

egilsstadir 03072013 0001 webFyrirtækin ÞS verktakar og Rafey á Egilsstöðum hafa brugðist við kröfum Heilbrigðiseftirlits Austurlands og komið upp olíuskiljum á starfssvæði sínu. HAUST hugðist beita dagsektum ef ekki yrði bætt úr.

Bæði fyrirtækin eru með starfsstöðvar við Miðás á Egilsstöðum en farið var fram á olíuskilju í fráveitu fyrirtækjanna áður en hún sameinast fráveitukerfi sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs.

Í fundargerð heilbrigðisnefndar frá í september kemur fram að ÞS verktakar hafi fengið fresti í rúmt ár en ekki brugðist við. Því var samþykkt að beita dagsektum upp á 100.000 krónur á mánuði frá og með 1. október.

Þær upplýsingar fengust frá HAUST í dag að fyrirtækið hefði brugðist við fyrir tilsettan tíma og því kæmi ekki til dagsektanna.

Á sama fundi var Rafey veittur frestur til að koma upp sinni skilju til 15. október. Þar var búið að kaupa skiljuna en ekki unnist tími til að koma henni fyrir.

Þar hafa menn hafið framkvæmdir og er von á að þeim verðu lokið áður en fresturinn rennur út.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.