Þ.S. verktakar: Það hefur alltaf verið olíuskilja við þetta hús

egilsstadir 03072013 0001 webFramkvæmdastjóri Þ.S. verktaka á Egilsstöðum er óhress með vinnubrögð Heilbrigðiseftirlits Austurlands sem hugðist beita fyrirtækið dagsektum þar sem olíuskilja væri ekki við húsnæði fyrirtækisins. Hann segir eftirlitið hafa verið með rangar teikningar í höndunum

„Þegar ég keypti þetta hús var mér sagt að það væri olíuskilja við fráveituna," segir Þröstur Stefánsson, stjórnandi fyrirtækisins.

Eins og Austurfrétt greindi frá í vikunni gaf heilbrigðisnefnd Austurlands út heimild til að leggja dagsektir á fyrirtækið þar sem ekki væri olíuskilja við húsnæði þess.

Þröstur segir starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Austurlands hafa verið með rangar teikningar í höndunum sem fengnar hafi verið hjá sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði.

„Starfsmaður minn heimsótti skrifstofu Hitaveitu Egilsstaða og Fella sem fer með fráveitumálin. Þar komu teikningar sem sýndu olíuskiljuna. Við grófum beint niður á hana eftir teikningunni.

Hún var tæmd og mér er sagt að það hafi nánast ekkert verið í henni. Það hefur alltaf verið olíuskilja við þetta hús."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.