Skip to main content

Þ.S. verktakar: Það hefur alltaf verið olíuskilja við þetta hús

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 10. okt 2014 13:15Uppfært 10. okt 2014 23:14

egilsstadir 03072013 0001 webFramkvæmdastjóri Þ.S. verktaka á Egilsstöðum er óhress með vinnubrögð Heilbrigðiseftirlits Austurlands sem hugðist beita fyrirtækið dagsektum þar sem olíuskilja væri ekki við húsnæði fyrirtækisins. Hann segir eftirlitið hafa verið með rangar teikningar í höndunum


„Þegar ég keypti þetta hús var mér sagt að það væri olíuskilja við fráveituna," segir Þröstur Stefánsson, stjórnandi fyrirtækisins.

Eins og Austurfrétt greindi frá í vikunni gaf heilbrigðisnefnd Austurlands út heimild til að leggja dagsektir á fyrirtækið þar sem ekki væri olíuskilja við húsnæði þess.

Þröstur segir starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Austurlands hafa verið með rangar teikningar í höndunum sem fengnar hafi verið hjá sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði.

„Starfsmaður minn heimsótti skrifstofu Hitaveitu Egilsstaða og Fella sem fer með fráveitumálin. Þar komu teikningar sem sýndu olíuskiljuna. Við grófum beint niður á hana eftir teikningunni.

Hún var tæmd og mér er sagt að það hafi nánast ekkert verið í henni. Það hefur alltaf verið olíuskilja við þetta hús."