Lægri flúorgildi í heysýnum úr Reyðarfirði

alver 14082014Flúorgildi í heysýnum úr Reyðarfirði hafa lækkað verulega milli ára, að því er fram kemur í tilkynningu frá Alcoa Fjarðaáli.

Meðaltal sýna árið 2014 var 11,6 ugF/g, samanborið við 24,1 ugF/g sumarið 2013, sem er lækkun um 52%. Viðmiðunarmörk fyrir flúor í heyi samkvæmt vöktunaráætlun eru þau sömu og fyrir gras, eða 40 ugF/g.

Sýnin voru greind frá þremur stöðum, bænum Sléttu, þar sem meðaltal sýna nam 11,4 ugF/g, Áreyjum, þar sem meðaltal sýna var 9 ugF/g, og á túnum hestaeigenda, þar sem meðaltalið nam 14 ugF/g.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.