Lægri flúorgildi í heysýnum úr Reyðarfirði
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 13. okt 2014 11:44 • Uppfært 13. okt 2014 11:52
Flúorgildi í heysýnum úr Reyðarfirði hafa lækkað verulega milli ára, að því er fram kemur í tilkynningu frá Alcoa Fjarðaáli.
Meðaltal sýna árið 2014 var 11,6 ugF/g, samanborið við 24,1 ugF/g sumarið 2013, sem er lækkun um 52%. Viðmiðunarmörk fyrir flúor í heyi samkvæmt vöktunaráætlun eru þau sömu og fyrir gras, eða 40 ugF/g.
Sýnin voru greind frá þremur stöðum, bænum Sléttu, þar sem meðaltal sýna nam 11,4 ugF/g, Áreyjum, þar sem meðaltal sýna var 9 ugF/g, og á túnum hestaeigenda, þar sem meðaltalið nam 14 ugF/g.