Skip to main content

Aldrei stærra skip lagst að bryggju á Norðfirði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 15. okt 2014 17:06Uppfært 15. okt 2014 17:07

wild peony khFlutningaskipið Wild Peony, sem lagðist að bryggju í Norðfjarðarhöfn á sunnudagsmorgun, er hið stærsta sem þangað hefur komið.


Skipið er skráð í Panama og smíðað árið 1998. Það er 140 metrar að lengd, 22 metrar á breidd, ristir 8,7 metra og er 9859 brúttótonn.

Að því er fram kemur á vef Síldarvinnslunnar gekk vel að koma skipinu inn í höfnina og að bryggju en framkvæmdir við stækkun Norðfjarðarhafnar eru langt komnar.

Skipið kom frá Akureyri og þar áður Gíbraltar en það lestar á Norðfirði rúmlega 3000 tonn af makríl sem flytja á til Nígeríu.

Mynd: Kristín Hávarðsdóttir