Aldrei stærra skip lagst að bryggju á Norðfirði

wild peony khFlutningaskipið Wild Peony, sem lagðist að bryggju í Norðfjarðarhöfn á sunnudagsmorgun, er hið stærsta sem þangað hefur komið.

Skipið er skráð í Panama og smíðað árið 1998. Það er 140 metrar að lengd, 22 metrar á breidd, ristir 8,7 metra og er 9859 brúttótonn.

Að því er fram kemur á vef Síldarvinnslunnar gekk vel að koma skipinu inn í höfnina og að bryggju en framkvæmdir við stækkun Norðfjarðarhafnar eru langt komnar.

Skipið kom frá Akureyri og þar áður Gíbraltar en það lestar á Norðfirði rúmlega 3000 tonn af makríl sem flytja á til Nígeríu.

Mynd: Kristín Hávarðsdóttir

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.