Íslensk yfirvöld stýra rannsókninni á strandi Akrafells

akrafell strand 06092014 0038 webÍslensk yfirvöld fara með yfirumsjón á strandi Akrafells í Reyðarfirði og Green Freezers í Fáskrúðsfirði en bæði atvikin teljast að mestu upplýst. Bæði skipin voru skráð erlendis og er venjan að hafa samráð við rannsóknaraðila í fánaríkinu.

Þetta segir Jón A. Ingólfsson, rannsóknarstjóri hjá rannsóknarnefnd sjóslysa í svari við fyrirspurn Austurfréttar um rannsóknir á tildrögum strandanna tveggja.

„Það er svo sem ekki mikið að segja um stöðuna á rannsóknunum nema að við munum fara með yfirumsjón á rannsókn vegna Samskip Akrafells þar sem fulltrúar fánaríkis skipsins töldu ekki ástæðu til að koma vegna eðli málsins enda ljóst að stjórnandi þess var sofandi.

Í hinu málinu, Green Freezer, er ljóst að um bilun var að ræða í vélbúnaði en við skráðum málið og munum reyna að fá upplýsingar um í hverju hún lá."

Þrátt fyrir að vera í eigu Samskipa er Akrafellið skráð á Kýpur. Green Freezer er skráð á Bahama en í eigu og rekstri útgerðar í Póllandi.

Jón segir að samkvæmt lögum hafi íslensk yfirföld fulla heimild til að ákveða rannsókn þótt skipin séu erlend. Venjan sé samt sú að vera í samráði við fánaríkið um framkvæmd hennar, einkum hafi það áhuga á að koma að henni.

Öll atvik sem verði við Íslandsstrendur séu hins vegar skráð hjá rannsóknarnefnd sjóslysa og hið minnsta skoðaðir þeir þættir sem súa að íslenskum yfirvöldum, svo sem merkingar til siglinga, dýpi og fleira. Þá leitst nefndin við að birta skýrslur fánaríkisins hjá sér.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.