Skip to main content

Einfalda framsetningu á upplýsingum um loftgæði og mælum fjölgað

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 21. okt 2014 15:23Uppfært 21. okt 2014 15:24

blaa modan 05092014 0013 webFramsetning upplýsinga á vefnum loftgæði.is hefur verið einfölduð en þar hafa menn fylgst með mengun frá eldgosinu í Holuhrauni.


Á forsíðu vefsins er nú hægt að sjá tölur um brennisteinsmengun frá öllum nettengdum mælum í rauntíma. Fimm slíkir eru á Austurlandi, þrír þeirra á Reyðarfirði en hinir tveir eru á Egilsstöðum og Vopnafirði.

Fyrir neðan upplýsingarnar er tafla sem sýnir með samsvarandi lit hvernig best er bregðast við í hvert sinn sem mengun kemur upp af tilteknum styrkleika.

Mælar eru að auki í flestum þéttbýlisstöðum á Austurlandi en ekki nettengdir. Nýverið var bætt við mælum á Stöðvarfirði og Eskifirði eftir að ósk barst um það frá íbúasamtökum.