Verkfall lækna hjá HSA: Öryggi tryggt en þjónusta skerðist

hsa logo 2014Læknar verða á vakt um allt Austurland og sinna bráðaþjónustu þótt verkfall þeirra hafi hafist á miðnætti. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands segir verkfallið ekki ógna öryggi en skerða þjónustu.

„Við fylgjum öryggismönnun, sem er skilgreind, þannig að alls staðar verða læknar á vakt og öll neyðarþjónusta tryggð," segir Kristín B. Albertsdóttir, forstjóri HSA.

Verkfallið nær ekki til verktakalæknar en tveir slíkir starfa hjá HSA, á Seyðisfirði og Djúpavogi. Þjónusta þar á því ekki að breytast.

Á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað eru sjúkrahúslæknarnir þrír áfram á vakt og sinna allri bráðaþjónustu en röskun verður á göngudeildarþjónustu.

Á Egilsstöðum verður einn læknir á vakt og annar á bakvakt og eins verða læknar á vakt á Vopnafirði og í Fjarðabyggð sunnan Oddsskarðs.

Það sem viðkemur venjulegri dagvakt fellur á móti niður. „Þetta kemur mest niður á dagvinnu. Ef menn eiga bókaða tíma þá geta þeir fallið niður eða ekki hægt á að panta tíma," segir Kristín.

Samningafundur deiluaðila hefur verið boðaður klukkan fjögur í dag. Í fyrstu lotu á verkfallið að standa í tvo sólarhringa.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.