Skip to main content

Vísir: Hentaði að eyða óvissu fyrr en síðar

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 30. okt 2014 14:44Uppfært 30. okt 2014 14:45

visir djupi mk3Framkvæmdastjóri Vísis segir betra að eyða óvissu fyrr en síðar um framtíð fiskvinnslu á Djúpavogi. Fyrirtækið tilkynnti í gær að það myndi hætta vinnslu þar um áramótin en nýtt félag mun vinna eldisfisk.


„Það passaði viðkomandi aðilum að klára þetta fyrr," segir Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis.

Vísismenn tilkynntu upphaflega í lok mars að vinnslan yrði flutt að loknum sumarleyfum og hún flutt til Grindavíkur. Tveimur mánuðum síðar lét Pétur þó hafa eftir sér í fjölmiðlum að brottförinni væri seinkað í að minnsta kosti í ár.

Í gærmorgun kom hins vegar ný tilkynning, sem átti sér þó reyndar nokkurn aðdraganda, þar sem Vísir tilkynnir um að vinnslu fyrirtækisins á staðnum verði hætt um áramót.

Fiskvinnsla verður þó áfram á Djúpavogi undir merkjum Búlandstinds og munu um þrjátíu manns starfa við hana.

„Afrakstur byggðakvóta þetta kvótaár, að því gefnu að nýr Búlandstindur fá hann, nýtist nýju félagi að fullu og óvissu um framhaldið er eytt fyrr en ella. Þetta eru helstu forsendur þess að málinu var flýtt," segir Pétur í svari við fyrirspurn Austurfréttar.

Mynd: Magnús Kristjánsson